sunnudagur, september 25, 2005

Plastdýnur og stanslaus gleðskapur

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Nú eru verkefnum farið að rigna yfir okkur í SAE, það er frábært að vinna þetta, þau eru frekar einföld svona til að byrja með en skemmtileg þó.
Við fórum að skoða gríðarstóra kirkju hér, hún var fremur undarleg á litin, svona rauðleit með svartri drungarlegri slæðu yfir. Inni í kirkjunni hittum við yndislega konu sem leiddi okkur um hana og sagði okkur allt um kirkjur í glasgow og sögunna á bak við þetta. Málið er að kirkjan var rauðleit enn í hinni gríðarlegu iðnbyltingu sem varð hér fyrir einhverjum árum þá fylltist loftslagið hér af mengun. Hús urðu svört af sóti og þessi kona vann sem hjúkrunarkona á þessum tíma og sagðist ekki hafa séð bleik lungu fyrr enn hún fór yfir til þýskalands að vinna þar. Lungu Glasgow búa voru svört!! eins svört og húsin voru orðin.
Í kirkjunni var eiginlega ekkert hefðbundið kirkju skraut.. það er vegna þess að engin páfi, engir erkibiskupar eða neinir uppamenn í hinni alþjóðlegu kristnu kirkju hafa völd í kirkju skotlands. Fólk varð brjálað á öllu bruðlinu sem þessir menn viðhöfðu, tóku pengina fólksins og lifðu eins og kóngar meðan almenningur svalt. Núna kemur fólk bara og yðkar trú sína án nokkura afskipta spilltra valdamanna kristinnar trúar. Þetta kerfi finnst mér töluvert fallegra heldur enn að blanda saman trú og peningabruðli.
Glasgowbúar eru miklir fótboltaunnendur eins og bretar almennt, það er magnað að fara í undergroundið þegar leikir hafa verið, annaðhvort er ekki líft fyrir söng og gleði og skrílslátum eða þá að loftið er þrungið þunglyndi og vonleysi. Maður þarf aldrei að spurja hvernin leikirnir fóru.
Lífið hér er mjög notalegt, fólkið kurteist og veðrið sæmilegt, ennþá allavega..
jæja nóg blaður í bili
farið í friði

þriðjudagur, september 13, 2005

Rauðar kirkjur svartar eins og lungu borgarbúa..

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Fyrsta vikan í SAE var fremur átakalaus, fyrstu tímarnir fara svona í það að hrista mannskapinn saman þar sem mikið verður um samvinnu. Maður er svona farinn að spotta hvernin sumir eiga eftir að hegða sér í vetur, það eru t.d. 2 gaurar sem tala stanslaust, hafa skoðanir á öllu og það kemst helst enginn að fyrir þeim, ekki einu sinni kennarinn.. en það á eflaust eftir að batna. Við fórum með nokkrum nemendum út eftir skóla á fimmtudaginn, þ.e. ég, Ralph (undarlegi filipíski hnokkinn), og íslendingarnir 2 (sem reyndust vera í sama bekk og ég) í tilefni af því að ein stelpan af tveimur í bekknum átti afmæli. Það var bara nokkuð mikið stuð sko, en það er nú eitt með djamm-menninguna hér, það loka nær allir staðir á slaginu 12. Og ekki nóg með það, síðasta drykkinn verður að afgreiða eigi síðar en 23.45 og kúnninn verður að vera að gjörasvovel að vera búinn að sleikja glasið að innan og búinn að taka hatt sinn og hipja sig út eigi síðar en 00.15.. ég er ekki að grínast, þeir eru vel strangir á þessu.. brenndi mig illilega á þessu á fyrsta djamminu hér.. var aðeins búinn að drepa 2 þegar ljósinn voru kveikt og manni varpað á dyr... Nú, það er nú sussum ekki öll nótt úti þrátt fyrir þetta rugl því í Glasgow eru líka "næturklúbbar" þeir eru sko opnir til kl 2 eða 3 hmmm .. hvurs lags sódómalandi kem ég frá eiginlega..
Annars er lífið hér bara ansi fínt, keypti fullt af mat og flösku af 12 ára gömlu viskíi á minna en það sem ég hef borgað fyrir svipað magn af mat í bónus..
Annað í fréttum er það að Kamp Knox diskurinn er kominn í framleiðslu og er væntanlegur til útgáfu í byrjun oktober líklega, svo haldiði aftur af eyðslunni og brennimerkið ca 2 fjólubláa A tad ´65 frá Kamp Knox
yfir og út..

sunnudagur, september 04, 2005

Hvurs lags land lokar skemmtistöðum kl 12!!

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Jæja hófst nú innkaupaferð.. ég hafði rekið mig á það áður að engann ostaskerara var að finna í íbúðinni.. hvað gera Gummar þá? Nú ég taldi þetta nú sussum ekki mikið mál, ég bara fer og kaupi einn slíkann, en hvað svo? Þá er bara hvergi að finna í þessari blessuðu borg og missti hún nú töluvert af stigum hjá mér við það, eftir leit í heilann dag og 8 búðum síðar, sem gáfu sig út fyrir að selja allt, þá sá ég auglýsingu frá ikea.
Blessaðir svíjarnir geta nú ekki brugðist mér þannig að ég lagði leið mína langt út úr bænum í Ikea og viti menn, auðvitað var að finna standard ikea ostaskerara vííí, ég verslaði ýmislegt annað nauðsinlegt eins og kaffipressukönnu ofl. en beið svo í 2 tíma eftir leigubíl fyrir utan helv.. búðina. Jæja ég var allavega með ostaskerara.. þá var haldið heim á leið. Þetta er nú sussum fínn staður til að vera unite student accomodation, allir starfsmenn gefa sig út fyrir að vera vinir manns og allt hæfilega yfirborðskennt... en næs samt. Á laugardags nótt fór reyndar brunakerfið í gang á stigaganginum við hliðina og ég fór náttúrulega út til að kynna mér málið.. þá kom í ljós að þetta var í 8 skiptið þessa nótt og íbúarnir að vonum mjög pirraðir, svo virtist vina-starfsmaðurinn sem var að reynað redda þessu vera að reynað finna stað fyrir þau að sofa á, af því að hann vissi ekkert hvað var í gangi, jah nema brunabjallan, Jæja ég sagði þeim að ég vonaði að þetta myndi reddast hjá þeim og fór sjálfur upp að sofa.. hí á ykkur nei spaug.. þeim fannst það ekki fyndið, wonder why..
Svo hitti ég gaur hér sem er að fara í sama skóla og ég en á aðra braut.. það var nokkuð mögnuð tilviljun þar sem enginn sem ég hef hitt hér hefur heyrt um þennan skóla,, jæja við erum orðnir nokkuð góðir kunningjar og komum til með að ferðast fram og til baka í skólann saman líklega en það kemur í ljós.......
anyways nóg blaður í bili
nætínæt

laugardagur, september 03, 2005

Land án ostaskerararæ!!!

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Jæja gott fólk þá byrjar bloggið aftur..
Nú, Til að gera langa sögu stutta þá er ég fluttur til Glasgow in Scotland.
Flugið gekk áfallalaust fyrir sig sussum en hvað er þetta með þessi hljóð sem koma rétt fyrir lendingu? Þetta er svona jah eins og flugvélin sé að klofna í tvennt en öllum er sama.. þannig að mér var bara sama líka. Anyways, svo kom að því að komast í herbergið sem ég átti að vera kominn með en var allt eitthvað óráðið áður en ég kom út. Jú littli kallinn í afgreiðslunni reddar þessu segir feitlagin skosk kona með dreka tattú á vinstri upphandleggi, úff ekki ætla ég að bögga þessa.. Jæja littli kallinn er sussum vænsta skinn, en hann kemst ekki inn í íbúðina.. hann rýkur niður og kemur upp með 2 aðra lykla, neibb þetta virkar ekki heldur, þá spyr hann mig hvort ég vilji ekki bara koma með honum niður o spjalla og sonna meðan hann reddar þessu, jú ég er sussum til í það, var reyndar bara búinn að sofa í 2 tíma og ferðast í 6, en ég tölti samt niður með honum. Jæja þetta reddaðist nú á endanum og hér er ég inn í herbergi með sturtu klósetti vaski rúmmi skrifborði hillum skáp og stól að ógleymdri ruslatunnuni.. svo er sameiginlegt eldhús frammi.
Ég er búinn að hitta einn nágranna af 4 og er það kóresk stelpa sem er að læra á orgel..
Hún er sussum ágæt soldið stíf bara..
Fór í gær að skoða skólann, fann hann ekki, labbaði framhjá og settist inn á bar til að svala þorstanum, nema hvað barþjónninn var eins og fat tony, mafíósi frá helvíti!! Spikfeitur með eyrnalokk og jah kanski 2 tennur.. Þetta var líklega einn sjúskaðasti bar sem ég hef sest á,
Hann var með gullfiska bak við barinn, ég spurði hann hversu drukknir þeir væru þá sagðist hann aðeins gefa þeim Bacardi romm þannig að þeir væru vel haldnir , hmm..
Jæja ég skellti restina af þorstasvalaranum í mig og dreif mig út, Tony brosti út að eyrum og kvaddi mig iiiiiú´´uúú, fínn gaur samt.. jæja ég fann loks skólann og komst að því að ég hlyti að hafa verið að leita með lokuð augun því þetta var mjög greinilegt á götunni sem ég var á áður..
Í stuttu máli er skólinn bara magnaður, allt fólkið vinalegt og kennarinn snillingur, græjurnar sweeeet og ég má hanga þarna eins og ég vil..vííííííííííííííí
Jæja meira næst
hafið það gott túrilú

maximilius